__
English


Tetouan




Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.







ÓLÍFUR
Tetouan, Marokkó


Á markaðnum fékkst allt milli himins og jarðar. -Við sáum konu velja sér lifandi hænu sem að var snarlega tekin og snúin úr hálsliðnum. Þetta virtust grófar aðfarir, en sjálfsagt fátt sem að tryggir betur ferskleika! Sölumaðurinn á myndinni seldi ekkert nema ólífur af öllum stærðum og gerðum. Við heimsóttum ullarvinnslu þar sem að menn unnu við að hreinsa gærur með ævafornum aðferðum. Stækjan á staðnum var megn enda enn notað hland til þess að hreinsa ullina.




BÍLASTÆÐI!!!
Tetouan, Marokkó


Þeir sem að selja vörur sínar á götum Tetouan koma margir hverjir ríðandi á ösnum frá nálægum fjallaþorpum. Þetta er asna "bílastæðið" Þarna standa dýrin allan daginn, en sem betur fer fyrir eigendurna eru engir stöðumælar..




SNÁKAR!
Tetouan, Marokkó


Anna reynir nýtt hálsskraut - lifandi snáka!!! Malcolm komst jafnvel í enn nánari snertingu við þessi dýr. Slöngutemjarinn sendi snákana í könnunarleiðangur niður hálsmálið á skyrtunni hans og gerði sig síðan líklegan til þess að senda þá áfram niður í buxurnar, en Malcolm tókst að stöðva hann í tæka tíð. Takið sérstaklega eftir slöngutemjaranum! Við höfum ekki séð marga menn sem að okkur finnst dularfyllri í útliti heldur en þessi.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is