__
English


Lissabon
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


SINTRA
Lissabon, Portugal


Skammt frá Lissabon er Sintra. Á öldum áður voru hér sumardvalarstaðir konungsfjölskyldna og fyrirfólks. Við hurfum því á vit ævintýranna þegar við skoðuðum kastala og hallir.

Á HEIMLEIÐ
Lissabon, Portugal


29. desember sigldu "Gerrit de Veer", "Elisa" og "Naomi" frá illa farinni Expo-höfninni og til Alcántara sem er nálægt miðborg Lissabon. Þar eyddum við áramótunum á svipuðum nótum og aðfangadagskvöldi.\r\n\r\nSnemma í janúar yfirgáfum við endanlega Tagus fljótið. Við fórum þó ekki langt í fyrsta áfanga því að við stoppuðum í nokkra daga í Cascais, skammt frá Lissabon. Á leiðinn þangað mættum við þessum fiskibát á leið til hafnar í Lissabon.
HORFT Í AUSTUR
Cascais, Portugal


Fátt markvert gerðist í Cascais. Malcolm datt að vísu í sjóinn og er ekki enn búinn að fyrirgefa Önnu að hún kippti innkaupapokanum upp úr vatninu áður en hún aðstoðaði hann og ógæfusamur maður, fyrrum virtur verkfræðingur, sem að missti skyndilega vitið fyrir tveimur árum, kom og söng fyrir okkur á hverjum degi... \r\n\r\nÞegar suðvestanáttin gaf sig og norðavindur blés af hæfilegum styrk héldum við frá Cascais snemma morguns (13. jan.) og sigldum seglum þöndum sem leið lá suður til Lagos. Þangað vorum við komin rúmum sólarhring seinna. Vindinn lægði heldur um nóttina en það var töfrum líkast að sigla um stjörnubjarta nótt í tunglskini og rólegheitum. -Hver er svo sem að flýta sér?\r\n
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is