english
   




*** Update 2014 - This is our blog from 2000-01 telling the story of our sailing adventure. It's from a time when few people had heard the word "blog", and when a 1MP camera was pretty fancy equipment. This site remains unchanged since those days long gone, so the layout is basic and the photos are small and low in quality. If you read through these pages and want to see more (slightly larger) pictures, you will find our sailing albums on flickr: 2000-01 Sailing and other albums.
Malcolm
&
Anna
Í september 2000 lögðum við sparifé okkar saman og keyptum bát. Fyrir valinu varð gömul en traust skúta af gerðinni Nicholsson 32. Hið fagra fley var tæplega 10 m að lengd og rúm 7 tonn að þyngd, með langan kjöl og búin öllum nauðsynlegum búnaði til langsiglinga.

Skútan lá við Plymouth í suðvestur-Englandi og við fluttum um borð um leið og við höfðum skrifað undir pappírana. Eftir nokkurra daga siglingaæfingar lögðum við af stað í ævintýraferð sem stóð í eitt ár og teygði sig yfir 4000 sjómílur (yfir 7000 km).




Eftir viðburðasnauða siglingu yfir Ermasund lögðum við í stormasama ferð yfir Biscay-flóa. Við komum við í mörgum höfnum við Atlantshafsströnd Spánar og Portúgal, en loks lá leiðin til Gíbraltar þar sem að við eyddum nokkrum vikum. Þar fréttum við að Margrét systir Önnu myndi ferðast til Lignano (skammt frá Feneyjum) með hópi íslensks tónlistarfólks og við ákváðum að freista þess að sigla til Ítalíu til þess að hitta hana. Okkur var ekki til setunnar boðið því að við þurftum að sigla yfir 2000 sjómílur á rúmum mánuði!

Eins og sést á kortinu sigldum við beinustu leið austur yfir vesturhluta Miðjarðarhafs, með norðurströnd Sikileyjar, suður fyrir meginland Ítalíu og upp í Adríahaf. Við náðum til Lignano rétt tímanlega til að hitta Margréti og síðar aðra íslenska vini í Ancona á Ítalíu. Eftir þetta tók við rólegri sigling suður með strönd Króatíu allt suður til Dubrovnik þar sem að Charlotte dóttir Malcolms hitti okkur í annað sinn á ferð okkar.


Smellið hér til að halda áfram.



sigling@sigling.net | Þýðingar: enska, íslenska www.enska.is