Hvert viljið þið fara?
Heima England 2 Frakkland N-Spánn N-Portugal 2 Lissabon 2 S-Portugal S-Spánn 2 Gibraltar 2 Ceuta 2 3 Tetouan 2 Costa del Sol Síkiley 2 Ítalía Feneyjar 2 Korcula Eyjarnar 2 Dubrovnik 2 3
... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.
|
GERRIT DE VEER Falmouth, England
Þetta er báturinn okkar, Gerrit de Veer, -nefndur eftir gömlum hollenskum sæfara. Í Falmouth lágum við lengst af við bauju um 200 m frá landi. Sjávarföllin eru sterk á þessum slóðum og báturinn snýst mjúklega um baujuna með flóði og fjöru.
Haustlægðirnar stormuðu að Englandsströndum hver á eftir annarri allan septembermánuð. Þær voru óvenju djúpar og snemma á ferðinni og dag eftir dag komst vindhraðinn upp í allt að 10 vindstig. Í svartamyrkri minnti særokið helst á rammíslenskan skafrenning.
Október kom, næturnar voru orðnar ansi kaldar og við vorum að verða úrkula vonar um að komast frá Englandi. -Fáir sigla á skútum frá Englandi seinna en í byrjun september því að eftir það er ekki að treysta á stöðugt veður lengur en 2-3 sólarhringa samfleytt. Ekki alveg nógu langur tími til þess að komast yfir hinn illræmda Biscay-flóa.
|
STRÖNDIN Falmouth, England
Við sátum föst í Falmouth í mánuð á meðan við biðum eftir ýmsum pappírum og vegna veðurs. Eins og sést á þessari mynd er Falmouth ekki svo slæmur staður að vera á. Veðrið var hins vegar frekar leiðinlegt mest allan tímann. Rétt áður en við fórum rættist þó heldur úr, þá lengdust göngutúrarnir og við sáum fín hótel, gular sandstrendur og klettavíkur.
|
SIGLING Plymouth, England
"Nicholson 32" á bullandi skriði.
|
|