Hvert viljið þið fara?
Heima England 2 Frakkland N-Spánn N-Portugal 2 Lissabon 2 S-Portugal S-Spánn 2 Gibraltar 2 Ceuta 2 3 Tetouan 2 Costa del Sol Síkiley 2 Ítalía Feneyjar 2 Korcula Eyjarnar 2 Dubrovnik 2 3
... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.
|
LÍKNESKI Ceuta, N-Afríka
Þessi helgimynd sýnir hvar Jesús ríður inn í Jerúsalem. Allir flekarnir eru upplýstir með lifandi ljósum. Einn maður hafði það sérhæfða hlutverk að ganga á milli flekanna og kveikja á kertum sem slokknað hafði á. Í kvöldgolunni hafði hann nóg að gera.
|
FÆTUR Ceuta, N-Afríka
Flekarnir eru venjulega bornir af samhentum hópi karlmanna (einn fleki í Ceuta var þó borinn af konum) sem að leynist undir tjöldum flekans. Flekarnir eru stórir og þungir og eingöngu eru gengnir u.þ.b. 50-100 metrar í einu áður en hann er lagður varlega niður aftur til þess að burðarmennirnir geti hvílst.
|
KRAKKAR Ceuta, N-Afríka
Sumir þátttakenda voru ekki háir í loftinu, en þrömmuðu samt allt kvöldið og langt fram yfir háttatíma. Búningarnir að sjálfsögðu í beinum tengslum við tilefnið. Lúðrasveitir spiluðu. Venjulega voru þær 2-4 í hverri göngu.
|
SORGARKLÆÐI Ceuta, N-Afríka
Einum fleka fylgdi hópur kvenna sem klæddist sorgarklæðum, svörtum kjólum og svörtum slæðum. Þær báru krossa og talnabönd.
|
|