Hvert viljið þið fara?
Heima England 2 Frakkland N-Spánn N-Portugal 2 Lissabon 2 S-Portugal S-Spánn 2 Gibraltar 2 Ceuta 2 3 Tetouan 2 Costa del Sol Síkiley 2 Ítalía Feneyjar 2 Korcula Eyjarnar 2 Dubrovnik 2 3
... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.
 |
GONDÓLI Feneyjar, Ítalía
Best leiðin til að sjá Feneyjar er að taka sér far með Gondóla. Anna fór í slíka ferð með systur sinni Margréti en Malcolm komst aldrei til þess. Kannski í næsta skipti!
|
HLIÐARGATA Feneyjar, Ítalía
Aðeins nokkur hundruð metra frá iðandi Markúsartorginu er hægt að finna frið og ró á fáförnum smásíkjum.
|
SKIP! Feneyjar, Ítalía
Um borð í Gerrit við Markúsartorgið vorum við í stöðugu ölduróti vegna sífelldrar umferðar. Framhjá okkur sigldu hinir hefðbundnu gondólar en einnig skútur, vatna-taxar, vatna-strætóar, lögreglubátar, sjúkrabátar, ruslabátar, vörubátar og hvers konar bátar aðrir sem hægt er að hugsa sér! Við trúðum þó vart eigin augum þegar þetta ferlíki sigldi í rólegheitum framhjá okkur og lagðist að bryggju.
|
VONT VEÐUR Feneyjar, Ítalía
Rómverjar skrifuðu um "hið stormasama Adríahaf" og við getum staðfest að sú lýsing er rétt. Þrumuveður geta verið tíð og skella stundum á án nokkurrar viðvörunar. Við slíkar aðstæður er ekki alltaf best að vera bundinn við bryggju því að oft verða mestu skemmdirnar þegar bátar slást utan í bryggjur eða aðra báta.\r\n\r\nVið stóðumst ekki mátið að taka myndir af þessum þungbúna himni yfir Feneyjum. Við höfum sjaldan séð hann svo svartan um miðjan dag..
|
STORMUR Feneyjar, Ítalía
Stormurinn fór hjá. Í þetta skiptið varð veðrið sem betur fer ekki jafn slæmt eins og útlitið hafði gefið til kynna.
|
|