__
English


Feneyjar
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


GONDÓLI
Feneyjar, Ítalía


Best leiðin til að sjá Feneyjar er að taka sér far með Gondóla. Anna fór í slíka ferð með systur sinni Margréti en Malcolm komst aldrei til þess. Kannski í næsta skipti!
HLIÐARGATA
Feneyjar, Ítalía


Aðeins nokkur hundruð metra frá iðandi Markúsartorginu er hægt að finna frið og ró á fáförnum smásíkjum.
SKIP!
Feneyjar, Ítalía


Um borð í Gerrit við Markúsartorgið vorum við í stöðugu ölduróti vegna sífelldrar umferðar. Framhjá okkur sigldu hinir hefðbundnu gondólar en einnig skútur, vatna-taxar, vatna-strætóar, lögreglubátar, sjúkrabátar, ruslabátar, vörubátar og hvers konar bátar aðrir sem hægt er að hugsa sér! Við trúðum þó vart eigin augum þegar þetta ferlíki sigldi í rólegheitum framhjá okkur og lagðist að bryggju.
VONT VEÐUR
Feneyjar, Ítalía


Rómverjar skrifuðu um "hið stormasama Adríahaf" og við getum staðfest að sú lýsing er rétt. Þrumuveður geta verið tíð og skella stundum á án nokkurrar viðvörunar. Við slíkar aðstæður er ekki alltaf best að vera bundinn við bryggju því að oft verða mestu skemmdirnar þegar bátar slást utan í bryggjur eða aðra báta.\r\n\r\nVið stóðumst ekki mátið að taka myndir af þessum þungbúna himni yfir Feneyjum. Við höfum sjaldan séð hann svo svartan um miðjan dag..
STORMUR
Feneyjar, Ítalía


Stormurinn fór hjá. Í þetta skiptið varð veðrið sem betur fer ekki jafn slæmt eins og útlitið hafði gefið til kynna.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is