__
English


Eyjarnar
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.RÓLEG VÍK
Eyjarnar, Króatía


Að vakna á morgnana og velta sér út fyrir borðstokkinn í eldsnöggt morgunbað - það var ekki amalegt. Stundum var ferskvatn af skornum skammti og við þurftum að fara spart með það. Vatnið í tönkum skipsins hitnaði mikið þegar hitastig sjávar reis og okkur leist lítið á loðinn gróður sem að settist þar að. Við reyndum að hreinsa vatnið eftir bestu getu en að drekka vatn með sterku klórbragði var heldur ekki fýsilegur kostur. Við reyndum því ávallt að eiga einnig vatn á flöskum til drykkjar.

SILBA
Eyjarnar, Króatía


Þessi vík á eyjunni Silba varð einn af okkar uppáhaldsstöðum. Kirkjan var eina byggingin á þessum fallega stað. Um 20 mín. gangur var til þorpsins og hlykkjaðist göngustígurinn yfir skógi vaxna hæð.\r\n\r\nÁ Silba eru engir bílar. Einu farartækin sem eru leyfð á eyjunni eru litlar dráttarvélar og voru þær notaðar til þess að flytja allt sem að nauðsyn krafði, hvort sem að það voru vörur fyrir þorpsbúðina eða brúðir til kirkju. Annað var flutt á litlum handvögnum sem að allir virtust draga á eftir sér. Jafnvel reiðhjól og hjólabretti voru ekki leyfð á þessari friðsælu eyju.
ZADAR
Eyjarnar, Króatía


Zadar er ein aðal hafnarborgin í mið-Króatíu. Þar réðu Rómverjar lengi lögum og lofum og eru merkar minjar þess tíma að finna í borginni. Zadar var illa leikin eftir stríðið við Júgóslavíu, en þar hefur verið mikil uppbygging síðustu árin. Á meðan bardagar stóðu sem hæst voru börn frá Zadar flutt til Silba og sáu íbúar þar um að þeim væri óhætt og lögðu sig jafnvel í mikla hættu við að sigla í skjóli nætur til meginlandsins til að afla vista.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is