__
English


Feneyjar




Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.






GERRIT DE VEER
Feneyjar, Ítalía


Gestkomandi bátar geta bundið í staura steinsnar frá Markúsartorginu í hjarta Feneyja. Ekki þarf að borga fyrir að binda spottann í á þessum stað en ekki má búast við þægindunum heldur því að endalaus umferð báta veldur ölduróti sem jafnast á við hraustlegt rok. En það var ótrúlegt að vera í Feneyjum og staðurinn svo magnaður að það var óþægindanna virði.





MARKÚSARTORG
Feneyjar, Ítalía


Hér er hin sögufræga Markúsarkirkja sem að stendur við samnefnt torg. Þar iðaði mannlífið kvölds og morgna. Endalausar raðir ferðamanna biðu eftir að fá að berja innviði hinnar heilögu kirkju augum, en aðrir létu sér nægja að gefa dúfunum sem að nóg er af á torginu.




INNGANGUR
Feneyjar, Ítalía


Mikil listaverk prýða Markúsarkirkju hvert sem litið er. Þetta fallega málverk er fyrir ofan aðalinnganginn.





AÐALGATAN
Feneyjar, Ítalía


Hér er aðalgatan/aðalsíkið í Feneyjum. Við fórum í könnunarleiðangur á gúmmíbátnum okkar og fórum um síkin breið og mjó, tókst að villast þegar einstefnumerki og lokaðar leiðir hleyptu okkur ekki beinustu leið og lentum óvænt inn í hverfi þar sem mótmælaborðar hengu út um glugga til að mæla gegn hávaðamengun frá mótórbátum. Það var svo sannarlega ævintýri líkast að skoða þessa sérstöku borg.




ANNA Á BRÚ
Feneyjar, Ítalía


Hundruð brúa tengja hina ýmsu borgarhluta saman.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is