__
English


Lissabon
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.25. APRÍL BRÚIN
Lissabon, Portugal


Þetta er útsýnið sem að við blasir þegar siglt er upp Tagus-ánna inn í Lissabon. Þessi glæsilega brú er kölluð "25. apríl brúin." Hingað komum við aðfararnótt 12. nóvember og börðumst á móti sterkum sjávarfalllastraumum. Anna fór í koju og Malcolm stóð vaktina. Þegar Anna rak aftur nefið út 4 tímum seinna var hún hissa að sjá að straumurinn hafði haldið okkur á nákvæmlega sama stað þessa fjóra tíma. Þega loks byrjaði að falla að þutum við áfram upp ánna og komumst í höfn á engri stund!
HLIÐARGATA
Lissabon, Portugal


Íbúðahverfin í kringum miðbæinn hafa mikið aðdráttarafl. Göturnar eru þröngar og steinilagðar og virðast alltaf liggja upp í móti. Þvotturinn er hengdur til þerris út um gluggana og blaktir yfir höfðum vegfarenda. Sjarmerandi og krá á hverju horni svona eins og til að létta okkur það erfiða verk að kanna borgina...
UPPI Í MASTRI
Lissabon, Portugal


Malcolm uppi í mastri að reyna að gera við radarinn. -Besta útsýnið í bænum. Við erum líka að bíða eftir pósti. Jólaösin er byrjuð og þetta ætlar að taka lengri tíma en við bjuggumst við. Í bakgrunninum sést Vasco da Gama turninn og Vasco da Gama brúin. \r\n\r\nÞað teygðist heldur úr Lissabondvölinni og við ákváðum að vera þar yfir jólin. Það var nóg við að vera en suma daga var þó ekkert annað að gera en að sitja inni í bátnum og horfa á rigningarvatnið seytla inn meðfram gluggunum (Enn eitt viðgerðarverkefnið sem að bíður okkar þegar veðurfarið er orðið stöðugra) og reyna að láta tímann líða við lestur góðra bóka og bréfaskriftir. \r\n\r\nVið fórum nokkrum sinnum út til að hlusta á portúgalska tónlist. M.a. fórum við einu sinni með þýsku hjónunum Wolfgang og Barbara af álskútunni "Momo", að hlusta á Fado-tónlist (tregatónlist Portúgala) á litlu veitingahúsi. Það var mjög heimilislegt. Maður úr næsta húsi kom og söng og framreiðslustúlkan tók skyndilega af sér svuntuna og reyndist syngja eins og engill og allir í opnu eldhúsinu tóku undir í viðlaginu. Það þurfti stundum að hnippa í gítarleikarann sem að var kominn yfir áttrætt til þess að hann myndi eftir að halda áfram eftir sólóstrófur söngvaranna en við skemmtum okkur konunglega.
STORMUR
Lissabon, Portugal


Illviðri gekk yfir Lissabon þann 21. desember. Við vöknuðum upp við vondan draum snemma um morguninn. Allt lék á reiðiskjálfi og við urðum að festa allt lauslegt til þess að það flygi ekki um bátinn. Við sátum þó sem fastast um stund og vorum viss um að þetta hlyti að ganga fljótlega yfir. Veðrið versnaði hins vegar til muna eftir þetta og ekkert að gera nema að drífa sig í sjógallann og huga að festum. \r\n\r\nÞegar út kom sáum við fyrst hvað ástandið var slæmt. Úti um alla höfn voru starfsmenn marínunnar hlaupandi með kaðla og fríholt og reyndu að bjarga bátum sem að börðust miskunnarlaust utan í bryggjurnar. Erfitt var að fóta sig á flotbryggjunum sem að gengu til með braki og brestum og stundum var besta ráðið að skríða. Við fylgdumst líka öll skelfingu lostin með því að fljótandi öldubrjótur sem á að verja höfnina var allur að brotna upp og útlit fyrir að bútar úr honum myndu hvað úr hverju losna frá og stefna á bátana. Stórir dráttarbátar vorur kallaðir til og sigldu þeir inn fyrir vegginn og héldu honum þannig á sínum stað. Við vorum svo heppinn að hafa keypt nýjar og betri landfestar nokkrum dögum áður og tókst með herkjum að hagræða þeim og bæta fleirum við þannig að bátnum okkar var borgið. Margir bátar urðu hins vegar fyrir hnjaski. Þegar veðrið gekk niður var höfnin mjög illa farin og á milli jóla og nýárs var okkur tilkynnt að við yrðum að færa okkur í aðra höfn..
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is