__
English


Gibraltar
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


TARIFA
Kletturinn, Gíbraltar


25. febrúar sigldum við frá Rota, fyrir Trafalgarhöfða, til Barbate. Á leiðinni héldum við litla sögustund og rifjuðum upp að það var úti fyrir Trafalgar sem að Nelson flotaforingi háði sína síðustu og frægustu sjóorrustu. Næsta dag lögðum við af stað snemma, sigldum fyrir Tarifa, sem er syðsti hluti meginlands Evrópu og inn í Gíbraltarsund. Rétt í því að við sigldum inn í sundið létti til og við blöstu tignarleg fjöll Marokkó! Alls staðar voru skip, en umferðin gekk þó snurðulaust fyrir sig enda reglurnar skýrar. Á miðju sundinu gildir hægri umferð fyrir stóru skipin en minni bátar halda sig nær landi. Við vorum ánægð með að sigla nálægt ströndinni því að Það var alls ekki skemmtileg tilhugsun að koma of nálægt risaflutningaskipum á fullri ferð. Þegar við sigldum fyrir Tarifa lægði skyndilega og við þurftum að setja vélina í gang. Fljótlega fór að glitta í Gíbraltarhöfða (klettinn), en þangað var ferð okkar heitið og fyrr en varði vorum við komin í höfn á þeim sérstaka stað.\r\n
TIL MIÐJARÐARHAFSINS
Kletturinn, Gíbraltar


Eftir góðan nætursvefn lögðum við af stað fótgangandi upp á Gíbraltarhöfða. Þetta er útsýnið frá toppi klettsins í norð-austur til Costa del Sol. -Á 18. öld reyndu spænskir hermenn að gera árás á Gíbraltar með því að klífa leynistíg sem að lá upp snarbrattann klettinn austan megin. Upp um þá komst og var stígurinn eyðilagður til að koma í veg fyrir að slíkt gæti gerst á ný.

SUNDIN
Kletturinn, Gíbraltar


Á milli heimsálfanna Evrópu og Afríku eru einungis nokkrir kílómetrar, en munurinn á lífskjörum fólks hins vegar gríðarlegur. Þegar við horfðum á fjöllin í Marokkó var erfitt að ímynda sér að þar byggi fólk sem að byggi við allt aðrar aðstæður en við, stundaði önnur trúarbrögð, ætti aðrar venjur og byggi flest í sárri fátækt.

TIL SPÁNAR
Kletturinn, Gíbraltar


Mjó landræma tengir Gíbraltar við meginland Spánar. Þar er líka eina svæðið sem að rúmar flugvöll. Flugbrautin er þó aðeins ein og þvert yfir hana fer öll bílaumferð til og frá Gíbraltar og líka mikill fjöldi gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna. Á flestum stöðum yrði uppi fótur og fit ef að fólk sæist á ferli á flugbrautum, en hér er það fullkomlega eðlilegt! Það kemur þó stundum fyrir að maður þurfi að bíða aðeins svona rétt á meðan flugvélar koma og fara... Myndin hér að ofan sýnir útsýnið úr hlíðum Gíbraltar yfir til Spánar. Bærinn hinum megin við flugbrautina heitir La Linea.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is