__
English


S-Portugal
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


VITI
Vilamoura, Portugal


Mikið hefur verið byggt við Algarve ströndina í Portúgal og víða eru raðir hótela og annarra misfagurra bygginga sem að fylgja ferðamannaiðnaðinum. \r\n\r\nÞær byggingar hins vegar sem að glöddu okkur í hvert sinn sem að við litum þær augum voru vitar. Að degi til voru þeir tignarlegir, en að nóttu veittu blikkandi ljósin okkur kærkomna staðfestingu á staðsetningu. Þó að fullkomin GPS staðsetningartæki væru um borð var notalegt að sjá með eigin augum að tæknin stæðist.

BÁTAHÖFNIN
Lagos, Portugal


Það er auðvelt að skilja hvers vegna Lagos er svo vinsæll ferðamannastaður. Stórum hótelum hefur ekki verið hrúgað í miðbæinn þannig að hann fær nokkuð að njóta sín. Í austurátt teygja sig gullnar strendur en í suðvestur gengur klettahöfði þar sem leynast litlar sendnar víkur sem að gaman er að skoða. \r\n\r\nÁ meðan við vorum í Lagos breyttist veðrið mikið. Sólin lét nú sjá sig mun oftar, himininn ótrúlega blár og hafið líka og túristar birtust úti á götum léttklæddir.
HÁAR TRÖPPUR
Lagos, Portugal


Víða í kringum Lagos eru háir klettar. Hér hafa verið hlaðnar ótrúlegar steintröppur til þess að auðvelda aðgang að ströndinni.
MARÍNA
Vilamoura, Portugal


Þetta er höfnin í Vilamoura. Hún er gríðarlega stór, pláss fyrir meira en 1000 skútur! - Þorpið, ef að hægt er að kalla það því nafni, er að mestu byggt í kringum skútuhöfnina, stór hótel og raðir af veitingastöðum. Glæsilegt allt saman en líkl. fátt þangað að sækja nema fyrir þá sem að eiga sand af seðlum og/eða nokkrar golfkylfur. Þeir sem hvorugt áttu gengu gjarnan meðfram ströndinni til nágrannabæjarins Quarteira og var launað fyrir með því að verð á mat og annarri nauðsynjavöru lækkaði óðum því lengra sem að þeir fóru...
ANDSTÆÐUR
Vilamoura, Portugal


Vilamoura var síðasti viðkomustaður okkar í Portúgal. Við vorum sammála um að þar hefðum við hitt hjartahlýtt fólk, en að landið væri annars land mikilla andstæðna. Ríkidæmi og fátækt hlið við hlið, hallir og hreysi.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is