__
English


Dubrovnik




Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.






FIÐLARI
Dubrovnik, Króatía






KRÓATÍSKUR TÓNLISTARMAÐUR
Dubrovnik, Króatía


Uppbygging í Króatíu hefur verið mikil síðustu árin. Skiljanlega eru ekki til peningar til að veita í öll aðkallandi verkefni og ýmislegt hefur þurft að sitja á hakanum. Þessi tónlistarmaður í Dubrovnik settist sjálfur út á torg til þess að safna fé sem að nota átti til að hlúa að tónlistararfi Króatíu og stuðla að varðveislu gamalla hljóðfæra.




KYRRLÁTT STRÆTI
Dubrovnik, Króatía


Stuttan spöl frá aðalgötunni leiða þröngar götur og oft brattar steintröppur þig upp í kyrrlát íbúðahverfi.





GÖMUL ÞÖK
Dubrovnik, Króatía


Þök nær allra húsa í gamla bænum skemmdust í stríðinu við Júgóslavíu. Það reyndist erfitt að endurbyggja þau í upprunalegri mynd. Efnið í gömlu þaksteinana var fengið úr námu sem ekki var lengur í notkun (eða annaði í það minnsta ekki skyndilegri eftirspurn). Þessir steinar voru óvenjulega ljósir að lit, nær bleikir en eru að öllu jöfnu mun dekkri. Nýju þökin eru því auðþekkjanleg með sinn rústrauða lit.





ELDUR Í FJÖLLUNUM
Dubrovnik, Króatía


Eina nótt hrukkum við upp með andfælum. Megn reykjarlykt var í bátnum og við stukkum strax fram úr til þess að finna út hvað væri á seyði. Eldurinn reyndist ekki vera um borð eða í neinum hinna bátanna heldur uppi í hlíðunum fyrir ofan höfnina. Þar logaði í sinu og runnum og eldurinn færðist hratt undan vindinum niður brekkurnar. Jörðin var skraufaþurr og það reyndist erfitt að stöðva eldana því að margar nætur í röð blossuðu þeir upp aftur og aftur og lýstu upp sjóndeildarhringinn.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is