__
English


Tetouan
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


GAMLA BORGIN
Tetouan, Marokkó


Fyrsta heimsókn okkar til Marokkó var til bæjarins Tetouan sem er í um 30 km fjarlægð frá Ceuta. Við lögðum af stað snemma morguns og tókum rútu til landamæranna. Þar tók við nokkur bið til þess að fá vegabréfsáritun. Á meðan við biðum eftir því að fá stimpilinn í vegabréfið gaf hávaxinn Arabi sig á tal við okkur. Hann sýndi okkur skilríki sem að sýndu að hann hefði opinbert leyfi til þess að starfa sem leiðsögumaður. Við þáðum boð hans um aðstoð þennan dag og hann kvaðst heita Nuri. Hann sagði okkur að við værum mjög, mjög heppin því að þennan dag, fimmtudag, væri einmitt sérstakur markaðsdagur í Tetouan þegar að sölumenn kæmu víðs vegar að úr fjallaþorpum til að bjóða vörur sínar. -Skrítið, þar sem að við þekktum fólk sem að hafði farið til Tetouan á miðvikudegi vikuna áður og verið sagt nákvæmlega það sama... Eftir þetta tókum við varlega öllum yfirlýsingum Nuri um hvað við værum einstaklega heppin vegna þess að hitt og þetta væri á sérstöku tilboði aðeins þennan eina dag! Að öðru leyti vorum við mjög ánægð með fylgd Nuris og við vitum að við hefðum aldrei náð því að sjá svo margt á stuttum tíma ef að hann hefði ekki verið með í för.

HÚS OG FJÖLL
Tetouan, Marokkó


Tetouan er nálægt Rif-fjöllunum og margir sölumenn úr fjallaþorpunum (flestir af Berber ættflokki) koma og selja vörur sínar á strætum og torgum Tetouan.
ÞRÖNG GATA
Tetouan, Marokkó


Við fórum beint til Medina sem er elsti hluti Tetouan. Þar tók við mikið völundarhús þröngra gatna þar sem úði og grúði af sölutjöldum, en sumar voru þó auðar og kyrrlátar eins og þessi. Við værum sjálfsagt enn að reyna að finna leiðina aftur út ef að Nuri hefði ekki dregið okkur áfram og leitt okkur um hvern krók og kima af þekkingu. Stundum benti hann okkur á að kíkja inn fyrir lágar dyr og þar sátu handverksmenn í skúmaskotum og unnu við iðn sína.
MARKAÐUR
Tetouan, Marokkó


Þó að ferðamenn komi til Tetouan er bærinn samt dæmigerður fyrir Marokkó. Í Medina er engin bílaumferð og manni finnst að þarna hljóti mannlífið að hafa verið með svipuðu sniði í hundruðir ára. -Þó að heitt væri í veðri klæddumst við öll síðbuxum og síðerma skyrtum til að ögra engum.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is