__
English


Ceuta
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


BLÁSARI
Ceuta, N-Afríka


Lúðrasveitir léku - í lengstu göngunum voru þær jafnvel fjórar. Sumar voru hefðbundnar blásarasveitir, en í öðrum var eingöngu leikið á trommur og signallúðra. Sumar sveitir spiluðu vel, en aðrar spiluðu mjög, mjög sterkt!!! \r\n\r\nBúningarnir voru oft skrautlegir eins og sjá má. Sumar sveitir notuðu lítil rafhlöðudrifin nótnaljós sem að voru fest við hljóðfærin eða nótnalýrur. Okkur fannst þetta sniðug tækni og fannst skrítið að hafa aldrei séð þetta heima á Íslandi, en áttuðum okkur svo á því að við vissum heldur ekki um neinar lúðrasveitir þar, sem að lentu reglulega í því að þurfa spila í skrúðgöngum um miðja nótt (nema á landsmóti og þá er bjart hvort sem er...)
HETTUR
Ceuta, N-Afríka


Þeir sem standa fyrir helgigöngunum eru trúfélög. Hvert trúfélag (bræðralag) á sinn eigin búning þ.e. hvert félag á sitt eigið tákn og einkennislitir eru mismunandi (hver litur hefur venjul. einnig sérstaka þýðingu). Búningarnir eru annars svipaðir, þ.e. skikkja og stór, há hetta sem að hylur andlitið. \r\n\r\nOkkur brá í fyrstu þegar við sáum þennan klæðnað því að hann minnti okkur á annan miklu óhugnanlegri félagsskap. -Þó að við finndum engan sem að gat útskýrt fyrir okkur með skýrum orðum hver tilgangur búningsins er, erum við nær fullviss um að hettan eigi að tákna iðrun þess sem að hana ber..\r\n
KERTALJÓS
Ceuta, N-Afríka


Þessi trúregla ber fjólubláa kufla og hettur. Augun píra í gegnum lítil göt á hettunni. Sumir halda á stórum krossum eða talnaböndum en aðrir halda á risavöxum kertum. Almenningur gengur á eftir eða fylgist með þegar gangan fer hjá.
SVARTAR HETTUR
Ceuta, N-Afríka


Á föstudaginn langa tóku þessir svartklæddu trúfélagsbræður þátt í helgigöngunni. Frá því snemma um morguninn og fram á kvöld mjakaðist gangan um götur bæjarins.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is