__
English


Ceuta
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


MARÍNA
Ceuta, N-Afríka


Hér erum við komin til Ceuta sem er spænskur bær við strönd Norður-Afríku. Fjöllin sem að sjást í fjarska eru í Marokkó.\r\n\r\nSiglingin yfir Gíbraltarsundið var ánægjuleg þó að það hvessti reyndar hressilega á leiðinni. Tugir höfrunga fylgdu okkur og léku listir sínar allt í kringum skútuna.\r\n\r\n\r\n\r\n
DÓMKIRKJAN
Ceuta, N-Afríka


Helgigöngurnar byrjuðu á Pálmasunnudag og ein eða fleiri þræddu götur bæjarins á hverju kvöldi (nema mánud.) fram á föstudaginn langa. Allar fóru þær framhjá dómkirkjunni og sumar jafnvel í gegnum hana, inn um bakdyr og út að framan. \r\n\r\nVið tókum margar myndir af þessum sérstæðu viðburðum, enda höfðum við aldrei séð neitt þessu líkt. Þungamiðja hverrar göngu voru flekar sem á voru helgilíkneski í fullri stærð af Kristi og/eða Maríu mey.
FLEKAR
Ceuta, N-Afríka


Maðurinn, sem á þessari mynd stendur fyrir miðju flekans, er nokkurs konar liðsstjóri og sér um að allir séu samtaka. Hann er nýbúin að kalla röð skipana til hópsins til þess að allir séu tilbúnir og er u.þ.b. að fara að slá niður sérstökum hamri sem að staðsettur er ofan á flekanum. Þá taka allir burðarmennirnir á sem einn, upp fer flekinn og þeir halda af stað á ný með hina þungu byrði sína. Svona er haldið áfram tímunum saman á meðan að gangan mjakast um bæinn.
VÖRÐUR
Ceuta, N-Afríka


Herflokkar tóku þátt í sumum gangnanna.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is