__
English


Gibraltar
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.APAR (OG STELPA)
Kletturinn, Gíbraltar


Hérna er Charlotte (dóttir Malcolms) með tveimur vinalegum öpum. Apar lifa villtir uppi í hæðum Gíbraltar. Þeir eru samt orðnir svo vanir mannfólkinu að flestir eru alls óhræddir og búast við matargjöfum frá öllum sem að nálgast þá.
API
Kletturinn, Gíbraltar


Barbary - apar geta orðið nokkuð stórir og eiga það til að verða árásargjarnir og frekir þegar þeir leita sér matar. Þeir eru þekktir fyrir að hrifsa mat úr höndum fólks og eins gott að passa nestið vel. Þeir hafa líka lært nokkur brögð af mannfólkinu og geta opnað og komist í töskur og poka.
ÞREYTTUR
Kletturinn, Gíbraltar


Það getur verið erfitt að vera api. Allir þessir ferðamenn sem að þarf að skemmta... Jafnvel aparnir þurfa stundum að fá sér blund og slaka á.
HELLAR
Kletturinn, Gíbraltar


Klettahöfðinn Gíbraltar er ekki eins gegnheill og maður gæti ímyndað sér í fyrstu. Alls staðar eru göng sem grafin hafa verið í hernaðarlegum tilgangi á ýmsum tímum og hýsa fallbyssur af öllum stærðum og gerðum. Birgðastöðvar hersins og ýmislegt fleira leynist líka djúpt í iðrum steinsins stóra. Þegar við horfðum á eftir stórum flutningabílum sem að hurfu þangað inn var því ekki nema von að myndin af svissneskum osti yrði sterkari og sterkari. Ekki síst vegna þess að auk þessa finnast einnig stórkostlegir náttúrulegir hellar á Gíbraltar. Þessi mynd er tekin í St. Michael´s Cave þar sem að ein hvelfingin er svo stór að hún er notuð sem konsertsalur og rúmar léttilega heila sinfóníuhljómsveit!
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is