__
English


Korcula
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


HORFT YFIR KORCULA
Korcula, Króatía


Þetta er útsýnið frá eyjunni, bænum Korcula, yfir til meginlandsins. -Bæjarstæðið er gríðarlega fallegt og hefur dregið að ferðamenn öldum saman. Í þessum bæ fæddist sjálfur Marco Polo og ferðamenn koma hvaðanæva að til þess að berja fæðingarstað hans augum.
AKKERISLÆGI V/KORCULA
Korcula, Króatía


Yndislegt og friðsælt akkerislægi austan við bæinn "Korcula". -Vestan við okkur eru nokkur lítil gistihús og gömul bryggja. Austan megin er tjaldstæði þar sem að stórar fjölskyldur njóta sumarleyfisins. Þar er lítil strönd og óhætt að synda. Það lítur alla vega út fyrir að krakkarnir hafi nóg að gera á daginn því að á kvöldin ríkir friður og ró. Þetta er góður staður til þess að slaka á.
MJÓAR GÖTUR
Korcula, Króatía


Þröngar verslunargötur... Við veltum oft fyrir okkur hvernig fólk færi að því að flytja búferlum þar sem að ekki væri hægt að koma við neinum farartækjum... Handvagnar, handafl, við vitum það ekki fyrir víst ennþá.
STRÆTI
Korcula, Króatía


Mörg af þröngum strætum eyjanna hafa haldist meira eða minna óbreytt í aldanna rás. Eina umferðin hefur verið fótgangandi fólk, kettir og hundar og kannski einn og einn asni. Á heitum eftirmiðdögum er svalandi að ganga um þessar skuggsælu götur og þær virðast blessunarlega lausar við"graffiti-krass" sem að blasir við alltof víða.
FARATÆKI
Korcula, Króatía


Jafnvel nútímafjallahjól kemur þér ekki alla leið heim. Króatía er að mestu leyti fjalllend og gildir það um eyjarnar lika. Sjóræningjar og márar og innrásarherjir af öðru þjóðerni hafa komið og farið, og því eru bæir oft þéttbyggðir og bæjar/borgar-múrar traustlega reistir.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is