__
English


S-Sp��nn
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.


DÓMKIRKJAN
Cadiz, Spánn


Frá Vilamoura var áætlunin að sigla yfir nótt 80 sjómílna leið til bæjarins Rota hinum megin Cadiz-flóa. Við hrepptum stöðugan og góðan byr og Gerrit geystist áfram. Því brá svo við (til tilbreytingar) að við vorum langt á undan áætlun og þegar við nálguðumst Rota var enn svartamyrkur. Innsiglingin þangað er illa merkt og því völdum við þann kost að sigla inn til Cadiz, en sú leið er vel merkt ljósum. í Cadiz iðaði gamli bærinn af lífi. Fiskmarkaðurinn var ævintýri út af fyrir sig og við stóðumst ekki freistinguna að kaupa skelfisk og rækjur til að elda ljúffengt paella auk þess sem við gerðum tilraunir með framandi grænmetistegundir.
KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ
Cadiz, Spánn


Við sáum verkamenn sem voru í óðaönn að taka niður jólaskreytingar og fannst þeir heldur seinir á sér enda komið fram í febrúar. Svo áttuðum við okkur á því að þeir voru alls ekki að taka skrautið niður heldur að festa það upp og tilefnið var að sjálfsögðu að nú leið óðum að kjötkveðjuhátíð! \r\n\r\nSpánverjar kunna svo sannarlega að gera sér glaðan dag. Stór hluti hátíðarinnar í Cadiz er keppni meðal söng- og leikhópa og grínista um besta skemmtiatriðið. Forkeppnin hefst mörgum vikum fyrir hátíðina sjálfa. Á hátíðinni sjálfri fara síðan úrslitin fram. Allir skemmta sér konunglega, borða, drekka og syngja og borða svo svolítið meira...
FJÖRUGUR BÆR
Cadiz, Spánn


Cadiz er skemmtileg blanda þröngra gatna, fallegra torga og opinna svæða. Myndin hér við hliðina sýnir hvar storkar hafa gert sig heimankomna á minnismerki í miðborginni. Við sáum líka græna páfagauka gera sér hreiður í trjátoppum og það var svo sannarlega framandi sjón! \r\n\r\nCadiz hefur um margra alda skeið verið ein mikilvægasta hafnarborg Spánar og hafnarsvæðið þ.a.l. fyrirferðarmikið. Yst við feikna langan hafnargarð kúrði skútuhöfnin. - Það var því löng ganga inn í bæinn framhjá hafnar- og iðnaðarsvæði þar sem að við blöstu endalausar raðir af krönum og gámum. Hafnargarðurinn virtist þó vera vinsæl leið meðal þeirra sem að fóru "út að ganga" með hundana sína á kvöldin. Það var því eins gott að fylgjast vel með hvar maður steig niður fæti...\r\n
SKRÍTIÐ TRÉ
Cadiz, Spánn


Þetta skrítna tré sem að minnir einna helst á risavaxið spergilkál var að finna í grasagarðinum í Cadiz.

STRÖNDIN
Rota & Jerez, Spánn


Rota er ferðamannbær en flestir gestirnir eru spænskir. Aftur á móti er Nato-herstöð rétt utan við bæinn og bæjarbúar því vanir enskumælandi fólki. Anna reyndi þó eins og hún gat að komast hjá því að tala ensku og notaði nýlærða spænsku óspart. Þetta virtist heimafólkið kunna að meta og var mjög hjálplegt og vingjarnlegt.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is