Hvert viljið þið fara?
Heima England 2 Frakkland N-Spánn N-Portugal 2 Lissabon 2 S-Portugal S-Spánn 2 Gibraltar 2 Ceuta 2 3 Tetouan 2 Costa del Sol Síkiley 2 Ítalía Feneyjar 2 Korcula Eyjarnar 2 Dubrovnik 2 3
... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.
 |
SMIÐUR Rota & Jerez, Spánn
Betra veður gerði okkur kleift að huga að ýmsum verkefnum. Kaðalstigi er t.d. bráðnauðsynlegur til þess að komast um borð ef að maður fær sér léttan sundsprett eða dettur í sjóinn (aftur...) \r\n\r\nDvölin í Rota byrjaði ekki vel því að þegar við vorum að taka til í bátnum varð Malcolm fyrir því óhappi að kaðalendi slóst framan í hann og sendi gleraugun hans í tignarlegum boga út fyrir bryggjukantinn og í sjóinn þar sem að þau sukku til botns. Hann átti þó sem betur fer önnur gleraugu til vara.
|
PÁLMAR OG APPELSÍNUTRÉ Rota & Jerez, Spánn
Í mörgum bæjum og borgum hefur verið plantað pálmum og appelsínutrjám vegfarendum til ánægju og yndisauka. Litríkar appelsínurnar lífga svo sannarlega upp á umhverfið og við komumst að því (með því að prófa) afhverju þær voru látnar í friði. Ávextir þessa afbrigðis eru súrir með eindæmum og ekki ætlaðir til átu..
|
TUNNUR Rota & Jerez, Spánn
Maðurinn sem sést aftast á þessari mynd er yfirsmakkari hússins. Hann þarf að athuga að gæði sérrísins nái settum stöðlum og hann gengur á milli raða og smakkar á afurðunum. Hættulegt starf! Skyldi hann keyra heim?
|
SÉRRÍ Rota & Jerez, Spánn
Við fengum að sjálfsögðu að smakka líka! Þurrt, meðalsætt og sætt og í þeirri röð.
|
|