Hvert viljið þið fara?
Heima England 2 Frakkland N-Spánn N-Portugal 2 Lissabon 2 S-Portugal S-Spánn 2 Gibraltar 2 Ceuta 2 3 Tetouan 2 Costa del Sol Síkiley 2 Ítalía Feneyjar 2 Korcula Eyjarnar 2 Dubrovnik 2 3
... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.
|
VITI Vilamoura, Portugal
Mikið hefur verið byggt við Algarve ströndina í Portúgal og víða eru raðir hótela og annarra misfagurra bygginga sem að fylgja ferðamannaiðnaðinum.
Þær byggingar hins vegar sem að glöddu okkur í hvert sinn sem að við litum þær augum voru vitar. Að degi til voru þeir tignarlegir, en að nóttu veittu blikkandi ljósin okkur kærkomna staðfestingu á staðsetningu. Þó að fullkomin GPS staðsetningartæki væru um borð var notalegt að sjá með eigin augum að tæknin stæðist.
|
BÁTAHÖFNIN Lagos, Portugal
Það er auðvelt að skilja hvers vegna Lagos er svo vinsæll ferðamannastaður. Stórum hótelum hefur ekki verið hrúgað í miðbæinn þannig að hann fær nokkuð að njóta sín. Í austurátt teygja sig gullnar strendur en í suðvestur gengur klettahöfði þar sem leynast litlar sendnar víkur sem að gaman er að skoða.
Á meðan við vorum í Lagos breyttist veðrið mikið. Sólin lét nú sjá sig mun oftar, himininn ótrúlega blár og hafið líka og túristar birtust úti á götum léttklæddir.
|
HÁAR TRÖPPUR Lagos, Portugal
Víða í kringum Lagos eru háir klettar. Hér hafa verið hlaðnar ótrúlegar steintröppur til þess að auðvelda aðgang að ströndinni.
|
MARÍNA Vilamoura, Portugal
Þetta er höfnin í Vilamoura. Hún er gríðarlega stór, pláss fyrir meira en 1000 skútur! - Þorpið, ef að hægt er að kalla það því nafni, er að mestu byggt í kringum skútuhöfnina, stór hótel og raðir af veitingastöðum. Glæsilegt allt saman en líkl. fátt þangað að sækja nema fyrir þá sem að eiga sand af seðlum og/eða nokkrar golfkylfur. Þeir sem hvorugt áttu gengu gjarnan meðfram ströndinni til nágrannabæjarins Quarteira og var launað fyrir með því að verð á mat og annarri nauðsynjavöru lækkaði óðum því lengra sem að þeir fóru...
|
ANDSTÆÐUR Vilamoura, Portugal
Vilamoura var síðasti viðkomustaður okkar í Portúgal. Við vorum sammála um að þar hefðum við hitt hjartahlýtt fólk, en að landið væri annars land mikilla andstæðna. Ríkidæmi og fátækt hlið við hlið, hallir og hreysi.
|
|