Hvert viljið þið fara?
Heima England 2 Frakkland N-Spánn N-Portugal 2 Lissabon 2 S-Portugal S-Spánn 2 Gibraltar 2 Ceuta 2 3 Tetouan 2 Costa del Sol Síkiley 2 Ítalía Feneyjar 2 Korcula Eyjarnar 2 Dubrovnik 2 3
... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.
 |
FYRSTI PÁLMI La Coruña, Spánn
Við komumst yfir Biscay-flóa! Að mestu leyti áfallalaust. Lentum þó í brælu og í hafið hvarf hlífðarlisti af kantinum fremst stjórnborðsmegin. Hvað um það, að komast til Spánar var frábært og nú fannst okkur fyrst að við værum að komast á framandi slóðir. La Coruña var fín og snyrtileg borg, full af fínu og snyrtilegu fólki. Okkur fannst að það væri mikið horft á sandalana hennar Önnu enda sást enginn með viðlíka skóbúnað.
|
LA CORUNA La Coruña, Spánn
Við nutum þess að hvíla okkur í 4 daga. Röltum þó um miðbæinn en tókst yfirleitt að hitta á síestu eða lokanir af öðrum orsökum þegar við ætluðum að fara að versla. Við þurftum líka að venjast því að "mañana" getur verið teygjanlegt hugtak. Allir voru þó hjálplegir og vingjarnlegir.\r\n
|
KASTALI Bayona, Spánn
Við sigldum í 30 tíma frá La Coruña til Bayona, þar sem við smökkuðum í fyrsta skipti ekta spánskt "paella" -nammi, namm. Við vorum enn að reyna að komast suður á bóginn sem fyrst og stoppuðum bara eina nótt. Við sváfum þó ekki vært því að við héldum að við hefðum týnt seðlaveski með öllum peningunum okkar og kreditkortum. Heppnin var með okkur. Þegar birti fundum við veskið fljótandi í rigningarvatni undir þóftunni í gúmmíbátnum. Seðlar frá þremur löndum voru hengdir upp á snúru.
|
|