__
English


Ítalía
Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.INNSIGLING
Lignano, Ítalía


Adríahaf er grunnt og nálægt landi getur síbreytilegur sandbotn reynst bátum hættulegur. Til að enginn færi sér að voða var innsiglingin inn til Lignano nákvæmlega merkt með staurum. Þeir voru kærkomin sjón því að hún þýddi að okkur hafði tekist það ætlunarverk að leggja að baki 3000 km. á rúmum mánuði!
OTRANTO
Strönd, Ítalía


Á tæpum mánuði sigldum við nærri 3000 km leið frá Spáni til norðaustur-Ítalíu. Við komum á marga áhugaverða staði en gátum skiljanlega ekki dvalið lengi á hverjum stað. -Þessi mynd er frá Otranto, fyrsta viðkomustað okkar við Adríahaf.
VIESTE
Strönd, Ítalía


Þessi viti vísaði okkur veginn til Vieste. Rétt í því að við höfðum lagt þar að bryggju skall á mikill stormur án nokkurrar viðvörunar og stóð síðan sleitulaust í sólarhring. Við prísuðum okkur sæl yfir því að vera í öruggri höfn. Þessi snöggu veðrabrigði voru okkar fyrsti nasaþefur af dyntóttu veðurfari Adríahafsins. Við sáum enn betur seinna að hér geta staðbundin þrumuveður og stormar byggst upp á skömmum tíma og verið hættuleg sjófarendum.

ANCONA
Strönd, Ítalía


Þetta er Ancona á austurströnd Ítalíu. Þangað sigldum við frá norður Króatíu til þess að hitta vini frá Íslandi sem þar voru staddir í heimsókn. Það var svo sannarlega ánægjuleg tilviljun að eiga þess kost að hitta góða vini eftir svo langa fjarveru.\r\n\r\nEftir nokkra ánægjulega daga í Ancona sigldum við aftur austur yfir Adríahaf til að kanna betur króatísku eyjarnar.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is