__
English


N-Portugal




Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.






ÞOKA
Leixoes, Portugal


Við sigldum alla nóttina í svartaþoku, en að morgni vorum við loks komin til nýs lands - Portúgal. Radarinn hafði verið að stríða okkur skömmu áður, þannig að nú þegar við þurftum að treysta algjörlega á hann vorum við hrædd um að hann myndi bila endanlega. Hann brást okkur þó ekki í þetta skiptið og leiðbeindi okkur á svigi framhjá óteljandi fiskibátum. Við vorum ansi lúin þegar áfanganum frá Bayona til Leixoes var loks lokið. Svo þreytt vorum við að við tókum engar myndir í Leixoes, því miður.

Kilir báta geta verið margvíslegir. Sumir bátar hafa uggakjöl (fin keel) sem er stuttur og snubbóttur. Þessir bátar eru frekar léttir og meðfærilegir. Aðrir bátar t.d. okkar eru með langan kjöl (long keel) sem að liggur eftir bátnum endilöngum. Þessir bátar eru þyngri og yfirleitt betri hafbátar. Við uppgötvuðum (eða fengum staðfestingu á því sem að okkur grunaði) að þegar bakkað er á langkjala bát er eins erfitt að segja fyrir um það hvernig fer, eins og þegar spáð er í veðrið í Biscay-flóa. Jafnvel þegar útlitið er gott getur allt snúist til verri vegar á augabragði. Ekki orð um það meir, en brottför okkar frá Leixoes var ekki sú glæsilegasta sem að sést hefur.




BRIM
Nazaré, Portugal


Nazaré í Portúgal er lítill ferðamannabær. Þangað koma túristar, aðallega Portúgalir, allt árið um kring. Hér vorum við í 11 daga. Stormar lengra í norðri, aðallega yfir Englandi og Skotlandi ollu því að öldugangur var mikill og siglingar óþægilegar svo að ekki sé meira sagt. Eins og sjá má var brimið við ströndina rétt hjá höfninni stórfengleg sjón. Við höfðum nóg fyrir stafni, því að við dembdum okkur í að gera við skemmdirnar sem að "Gerrit" hafði orðið fyrir á leiðinni yfir Biscay-flóann. Við gáfum okkur þó að sjálfsögðu tíma annað slagið til þess að kanna Nazaré.





AFTUR AÐ SIGLA
Nazaré, Portugal


Þegar veðrið hafði loks rósast héldum við af stað. Við fórum þó ekki langt því að okkur langaði til að sjá bæinn Peniche sem var u.þ.b. fjögurra stunda sigling suður með ströndinni.





GAMALL BÆR
Peniche, Portugal


Peniche er gamall bær. Stórt virki frá 16. öld setur mikinn svip á aðsiglinguna. Þetta virki hýsir nú safn, en var ríkisfangelsi á einræðistímum Salazars. Veðrið hélst gott og við gengum á stuttermabolum í skugga pálmatrjáa á meðan að bæjarstarfsmenn hengdu upp jólaljós og búðareigendur spreyjuðu jólasnjó úr brúsa í búðargluggana sína. Óneitanlega skrýtin tilfinning því að á þessum tíma árs erum við vanari því að fjúka á milli húsa vandlega innpökkuð í mörg lög af hlífðarfatnaði.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is