__
English


Dubrovnik




Hvert viljið þið fara?

Heima
England  2 
Frakkland
N-Spánn
N-Portugal  2 
Lissabon  2 
S-Portugal
S-Spánn  2 
Gibraltar  2 
Ceuta  2   3 
Tetouan  2 
Costa del Sol
Síkiley  2 
Ítalía
Feneyjar  2 
Korcula
Eyjarnar  2 
Dubrovnik  2   3 


... eða smellið á tenglana neðst á hverri síðu.






AÐALGATA
Dubrovnik, Króatía


Þetta er eitt af hliðunum inn í Starigrad, hinn gamla hluta Dubrovnik. Gamla borgin er á heimsminjalista UNESCO og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Götur eru steini lagðar og húsin glæsileg og saga borgarinnar mikil og merkileg.

Borgarmúrarnir eru þykkir og hafa staðið af sér margar árásir. Múrarnir og nærri því öll hús innan hans urðu fyrir miklum skemmdum í stríðinu við Júgóslavíu, en enduruppbyggingu og viðgerðum er nú að mestu lokið. Þessi einstaklega fallega borg skartar því sínu fegursta enn á ný.




FALLEG BORG
Dubrovnik, Króatía


Við gamla bæinn er lítil höfn sem er eingöngu ætluð heimabátum. Þaðan er einnig siglt með ferðamenn í dagsferðir. Stærri höfn er í Graz, en skútuhöfnin er fyrir utan borgina.




BORGARMÚRAR
Dubrovnik, Króatía


Borgarmúrarnir eru nú opnir ferðamönnum og hægt að þramma eftir þeim allan hringinn um gamla bæinn. Á sólríkum sumardegi verður hitinn þarna uppi nærri óbærilegur og lítið um svalandi skugga. (Næst ætlum við að muna eftir að taka með okkur vatn). Ævintýralega fallegt útsýnið varð þó til þess að öll óþægindi gleymdust.




BORGARHLIÐ
Dubrovnik, Króatía


Þetta er annað hlið inn í gömlu borgina. Ferðamanntíminn er í hámarki, en samt er nóg af friðsælum hliðargötum og fallegum stöðum að skoða. Það er einnig mjög heitt og flestir leita í skugga yfir miðjan daginn.




TURN OG GATA
Dubrovnik, Króatía


Kirkjuturnar rísa upp úr hafi rauðra þaka. Skugginn sem þessar háu byggingar varpa á götuna fyrir neðan er vegfarendum kærkominn.
<< til baka        
sigling@sigling.net | Þýðingaþjónusta: www.enska.is